”Núvitund er hin vísindalega samþykkta aðferð til að finna hugarró og ná skýrleika í yfirspenntu tæknisamfélagi nútímans.“ – Sbr. TIME Magazine-
Loksins, loksins er komin aðferð sem virkar, segir m.a. í Time og því hafa mörg af öflugustu fyrirtækjum heims og framsæknar stofnanir á borð við Google, Apple, Nike, General Mills, bandaríski herinn, danska ríkisstjórnin og Harvard Busness School tekið Núvitund í þjónustu sína með árangri sem eftir er tekið um allan heim.
______
Núvitund (Mindfulness) fer nú sem eldur í sinu um hinn vestræna heim sem svar við þeim aukna hraða, streitu og firringu sem fylgt hefur nýjum tímum.
Sjálfsþekking – óvænt leið til árangurs!
„Know thyself“ sagði Sókrates á sínum tíma og nú hafa vestræn vísindi komist að sömu niðurstöðu, um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig.
Með núvitundarþjálfun aukum við meðvitund okkar, lærum að kúpla okkur frá „sjálfsstýringunni“ og gerum merkilegar uppgötvanir um okkur sjálf – hugarfar, upplifanir, líðan og hegðun. Við verðum fær um að mynda fjarlægð frá hugsunum og stýra athyglinni. Við öðlumst aukna meðvitund um okkur sjálf og það sem er að gerast í kringum okkur – náum að vera tengd við okkur sjálf og þá sem í kringum okkur eru. Við verðum fær um að heyra, sjá, skilja, upplifa og njóta lífsins á líðandi stund. Við öðlumst aukna persónulega hæfni, meiri ánægju og árangur í lífi og starfi!
Að þjálfa heilann eins og hvern annan vöðva
Með núvitundarþjálfun styrkjum við þau svæði heilanum sem hafa að gera með vellíðan og hamingju. Samkvæmt nýjustu heilarannsóknuum* verða verulegar breytingar á heila á aðeins 8 vikum með því að leggja rækt við núvitund. Við getum í raun endurvírað heilann, búið til nýjar taugatengingar og styrkt „hamingjusvæðin“ í heilanum. Auk þess að finna meira fyrir vellíðan og hamingju, öðlumst við meiri yfirvegun og einbeitingu, betra minni og skarpari hugsun, og það sem hefur komið mest á óvart er að ónæmiskerfið eflist og við verðum hraustari.
* Áhrif Minfulness á heilann – Huffington Post
EQ eða IQ: Tilfinningagreind hefur meira vægi vitsmunagreind
Daniel Coleman sem er einn af höfundum Mindfulness prógrammsins hjá Google hefur verið leiðandi í rannsóknum á tilfinningagreind. Það kom mörgum á óvart þega hann birti á sínum tíma niðurstöður víðtækra rannsókna sem leiddu í ljós að tilfnningagreind hefði meira vægi fyrir árangur í lífinu en vitsmunagreind.
Persónuleg færni fæst ekki keypt út í búð
Mindfulness er öflug leið til að auka persónulega hæfni – sjálfsvitund, sjálfsstjórn, ástríðu, samhyggð, samskipahæfni og félagslega færni.
Færni viðmið eru m.a. aukið sjálfsstæði, meiri sjálfsábyrgð, víðsýni, frelsi gagnvart breytingum og umburðarlyndi, aukin afstæð hugsun, húmor, heilindi, bjartsýni, virðing, samhyggð og trúnaður.
Harvard Busness Review: EMOTIONAL INTELLIGENCE at WORK.
Núvitund í vestrænum vísindum
Dr. Jon Kabat Zinn, professor við læknadeild Massachusetts háskóla.og stofnandi Mindfulness miðstöðvarinnar við sama skóla (Center of Mindfulness in Medicine, Health Care, and Society).
Dr. Jon Kabat-Zinn kom Mindfulness fyrst á kortið í vestrænum vísindum árið 1979. Aðferðin á rætur að rekja til austrænnar heimspeki en hefur verið tekin upp og aðlöguð að vesturlandabúum. Mindfulness var fyrst tekið inn í heilbrigðisvísindi og íþróttafræði en er nú nýr vaxtarbroddur á sviði menntunarfræða, mannauðs- og stjórnendafræða.
Það er annað að vita en að vera!
Mindfulness lærist ekki með lestri eða á annan vitrænan hátt. Þetta er aðferð sem þú prófar á eigin skinni og finnur áhrifin af.
Það kemur flestum okkar á óvart að kynnast okkur sjálfum á þennan hátt. Það er fovitnilegt að fylgjast með huganum og finna hvaða áhrif hann hefur á líðan okkar. Að átta sig á hvað hann fer víða og er á mörgum plönum og hvað margt er til óþurfta og leiðinda í huga okkar. Það er magnað að geta stýrt athyglinni og dvalið við líðandi stund, að upplifa það sem er að gerast á meðan það er að gerast. Að hafa aðgang að leiðarvísinum innra með okkur sjálfum.
Framkvæmdin skiptir sköpum!
- Með því að lesa þér til og ræða um Mindfulness getur þú gert þér grein fyrir þeim miklu mannlegu möguleikum sem þú býrð yfir og átt ónýtta. En það er ekki nóg að vita – það verður að framkvæma til að breytingar verði, líkt og það er ekki nóg að vita að líkamsrækt er gagnleg fyrir okkur.
- Með því að fara á kynningu eða fyrirlestur og fá góða og faglega leiðsögn verður þú væntanlega fyrir opinberun – þú áttar þig á hvernig hugur þinn starfar, hvernig þú getur fylgst með huganum, hvernig áhrif hugurinn hefur á líðan þína og viðbrögð, hvernig þú getur stýrt athygli þinni, hvað athyglin er áhrifarík og hvernig þú getur valið þér afstöðu og hugarfar.
- Með því að fara á námskeið færð þú markvissa þjálfun og leiðsögn. Þú lærir fjölbreyttar æfingar og öðlast nýja færni til að vera með fullri meðvitund á líðandi stund. Þú upplifir nýja vellíðan og afstaða þín og upplifun breytist. Þú þjálfar ný svið í heilanum og verður hæfari til að njóta þín betur í lífi og starfi. Þú verður besta útgáfan af sjálfum þér.
Rannsóknir sýna að ávinningar af Mindfulness iðkun eru:
- Minni streita
- Betri einbeiting og betra minni
- Meiri hugarró og meiri sátt
- Jákvæðara hugarfar
- Jákvæðari tilfinningar
- Aukin meðvitund (Self-awareness)
- Betri samskipti – meiri hæfni til að skynja og njóta
- Aukin vellíðan og hamingja
- Lausn frá verkjum og líkamlegri vanlíðan
- Jafnari blóðþrýstingur
- Öflugra ónæmiskerfi
- Jákvæðnisvæðin í heila styrkjast (Positive Neuroplastic Effects)
Ekki láta streituna drepa þig!
Streita er talin helsti heilsuvandi vesturlandabúa um þessar mundir þar sem hraði, hugarvíl og margskonar áreiti einkenna líf okkar flestra (sbr. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin). Mindfulness er öflugasta leiðin sem við þekkjum í dag til að losna undan streitu og efla heilbrigði, jákvætt hugarfar, vellíðan og sátt.
Mindfulness byggist á þjálfun sem miðar að aukinni sjálfsþekkingu, persónlulegri hæfni, vellíðan, ánægju og hugarró. Það nægir ekki að lesa sér til um Mindfulness eða reyna að skilja á vitrænan hátt. Það er hins vegar áhugavert að gera æfingarnar og finna áhrifin. Fyrir flesta er það mikil upplifun og veitir vellíðan og löngun til að sinna sjálfum sér betur.
Núið er allt sem við eigum
Lífið er í raun samsett úr augnablikum sem við getum kallað núið. Ef við erum ekki í núinu má segja að við séum ekki til staðar í lífinu. Mindfulness merkir í raun að vakna til meðvitundar um okkur sjálf og lífið á líðandi stund.
Við lærum að velja hvert við beinum athyglinni, hvort við fylgjumst með huganum eða dveljum með skynjun okkar og upplifun. Hugurinn reynist mörgum harður húsbóndi og fyrir marga er það mikil uppgötvun að geta fjarlægt sig frá hugsunum og geta fylgst með þeim án þess að festa okkur í þeim.
Hugurinn hefur nefnilega tilhneigingu til að fara með okkur á flakk um fortíð og framtíð – að meta, flokka, skilgreina og skipuleggja. Á meðan líður lífið hjá án þess að við tökum eftir ævintýrunum sem eru í boði innra með okkur og allt um kring.
Núvitund í daglegu lífi?
Afstaðan sem Mindfulness miðlar býður upp á aukna skynjun, sjálfsvinsemd, auðmýkt og kærleika. Ástand hugans reynist mörgum okkar erfitt og flest erum við að glíma við sjálfsgagnrýni og neikvæðar hugsanir. Líðan okkar mótast mjög af hugsunum okkar og því er mikilvægt að kunna að losna undan valdi hugans og skynja sjálfan sig og lífið í vinsemd og sátt. Mindfulness vinnur þannig beint og óbeint gegn streitu, hugarangri og gremju í daglegu lífi.
Nánari upplýsingar:
- Netfang mindful@mindful.is – sími 898 9830
- Mindfulness miðstöðin – kt. 570593-2699 – Óðinsgötu 11. 101 Reykjavík.