Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson hefur sem fræðimaður og ráðgjafi leitað svara við mörgum stjórnendaviðfangsefnum samtímans innan margra fræðigreina. Bakgrunnur hans sem verkfræðingur gerir mögulegt að tefla saman mismunandi fræðasviðum í spennandi deiglu raunvísinda og hugvísinda til að ná sem mestum árangri. Mindfulness er tvímælalaust ein áhugaverðasta viðbótin við leiðtoga- og stjórnunarfræðin síðastliðin 50 ár að mati Þórðar Víkings.
Þórður Víkingur hefur unnið við stjórnun og ráðgjöf allan sinn starfsferil ekki síst verkefnastjórnun. Hann er með B vottun frá IPMA (International Project Management Association) sem er næst hæsta vottun samtakanna.
Vinna með athafnafólki
Eitt af því áhugaverðasta sem er hægt er að fást við er að vinna með athafnafólki sem freistar þess að láta draum sinn rætast. Þórður Víkingur hefur tekið þátt í mörgum nýsköpunarverkefnum, sem ráðgjafi, leiðbeinandi og jafnvel stofnandi sprotafyrirtækja.
Ráðgjöf og verkefnastjórnun
Þórður Víkingur hefur unnið með tugum fyrirtækja sem stjórnunarráðgjafi. Meðal verkefna sem hann hefur leitt má nefna:
Innleiðing stefnumarkandi áætlunargerðar (strategic planning).
Innleiðing verkefnastjórnunarkerfa bæði Agile aðferðir og hefðbundinnar nálgunar.
Innleiðing áhættustjórnunarkerfa.
Innleiðing straumlínustjórnunar (lean management) með fókus á ferlastjórnun og kostnaðarlækkun.
Markþjálfun (management coaching).
Verkefnastjórnun (ad hoc) stærri verkefna.
Fræðasvið, kennsla og reynsla
Þórður Víkingur hefur verið lektor við Tækni- og verkfræðideild Háskólann í Reykjavík síðan 2006. Helstu kennslusvið og rannsóknarsvið eru á sviði verkefnastjórnunar og áhættustjórnunar. Doktorsritgerð (PhD) hans fjallar um verkefnastjórnun og í ljósi nútíma ákvörðunarfræða og áhættustjórnunar.
Þórður Víkingur hefur skrifað 3 vinsælar bækur um stjórnun. „Bókin um Netið“ fjallar um hvernig Netið er hagnýtt í viðskiptalegum tilgangi. Árið 2003 kom út „Stjórnun á tímum hraða og breytinga“ sem fjallar einkum um verkefnastjórnun. Árið 2007 kom út „Áhætta, óvissa og ákvarðanir“ sem fjallar um áhættustjórnun og ákvörðunartökuaðferðir.
Þórður Víkingur hefur skrifað hundruði greina um stjórnun og viðskipti bæði fyrir viðskiptatímarit og vísindarit.
Þá hefur Þórður Víkingur gert fjölmarga útvarpsþætti fyrir Rás1 síðustu árin, þar á meðal þætti um hagfræði, peningamarkaði og stjórnunarkenningar.
— Leitið til Þórðar þið hafið huga á ráðgjöf eða verkefnastjórnun.
Netfang: ath thordur@mindful.is (thordurv@ru.is) sími 8959330
– Sjá nánar hér: http://www.ru.is/haskolinn/starfsfolk/thordurv