MINDFUL LEADERSHIP REVOLUTION
Mindfulness er ný vídd í stjórnendafræðum og það sem koma skal til þess að leiðtogar framtíðarinnar ráði við sívaxandi áreiti, hraða og flækjustig.
Mindfulness miðar að aukinni meðvitund og hæfni til að halda einbeitingu og skapa rými til forystu í flóknu og krefjandi starfsumhverfi nútímans.
Hið virta tímarit Time Magazine kallaði Mindful Leadership “byltingu” í nýlegri forsíðufrétt og vísar til þeirrar vitundarvakningar sem nú á sér stað hjá öflugustu fyrirtækjum heims eins og Google, Nike, Apple, Harvard Business School o.fl. sem hafa tekið Mindfulness í þjónustu sína.
Einn virtasti og eftirsóttasti sérfærðingur heims á sviði Mindful Leadership, Dr. Shauna Shapiro fjallar um þetta spennandi viðfangsefni ásamt leiðandi íslenskum sérfræðingum á sviði Mindfulness og stjórnunar.
Dagskráin er eftirfarandi:
• 13:00 Mindfulness og leiðtogahutverkið. – Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson
• 13:15 Af hverju hefur verkfræðingur áhuga á Mindfulness? – Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson
• 13:30 The Art and Sciense of Mindfulness – Dr. Shauna Shapiro
• 15:20 Samantekt – Ásdís Olsen
• 15:30 Veitingar
Gríptu tækifærið og kynntu þér það sem koma skal í stjórnun og forystu, á tímum sívaxandi hraða og áreitis í lífi og starfi.
Fyrirlesarar:
Dr. Shauna Shapiro er prófessor við Santa Clara háskóla í Kaliforníu og heimsþekktur fræðimaður og ráðgjafi á sviði Mindful Leadership. Hún hefur ritað bækur og yfir 100 fræðigreinar um „The Art and Science of Mindfulness” og “Mindful discipline”. Dr. Shapiro hefur haldið fyrirlestra og leiðbeint víða um heim, m.a. Konungi Tælands, ríkisstjórn Danmerkur og “World Council for Psychotherapy” í Peking í Kína. Hún hefur jafnramt leiðbeint stjórnendum stórfyrirtækja í Bandaríkjunum eins og Cisco og um hana hefur verið fjallað í Wired, Usa Today og the American Psychologist.
Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson er viðskiptafræðingur og MBA. Hann er reyndur stjórnunarráðgjafi sem vinnur einkum með stjórnum og framkvæmdastjórnum fyrirtækja, jafnt einkarekinna sem opinberra, við að þróa þau áfram í samræmi við breytta tíma.
Ásdís Olsen (B.Ed. og MA) er viðurkenndur Mindfulness kennari og hefur sérhæft sig í Mindfulness fyrir stjórnendur og innleiðingu Mindfulness á vinnstaði. Ásdís er reyndur háskólakennari, fjölmiðlakona og ráðgjafi. Ásdís hefur einnig haldið fjölda námskeið og fyrirlestra um Mindfulness, hugarstjórn og jákvæða sálfræði.
Dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson er verkfræðingur og einn helsti sérfræðingur landsins í verkefnastjórnun og ákvörðunarfræðum. Hann hefur verið brautryðjandi við að kynna til sögunnar aðferðir sem minnka sóun, auka sjálfbærni og auka samtímis hagnað og árangur fyrirtækja til lengri og skemmri tíma.
Nánar um ráðstefnuna
Rannsóknir hafa sýnt að Mindfulness bæti einbeitingu og athygli um allt að 90%, eykur framleiðni um 65% og dregið úr streitu um 60%. Auk þess hafa rannsóknir sýnt, að Mindfulness bæti tilfinningagreind, virka hlustun, heilindi í ákvarðanatöku, lífsánægju og tilfinningu fyrir tilgangi og hlutverki.
Á námsstefnunni verður leitað svara við:
- Hvers vegna eru mörg framsæknustu fyrirtæki heims eins og Google, Nike, Apple og Cisco að beita aðferðum Mindfulness í starfsemi sinni?
- Hvers vegna hefur stór hluti þingmanna bandaríska þingsins, ríkisstjórn Danmerkur og stjórnvöldí Tælandi fengið þjálfun í Mindfulness?
- Hvers vegna er Mindfulness eitt mest rannsakaða fyrirbæri ársins 2014?
- Hvers vegna gefur Mindfulness fyrirheit um að vera það sem koma skal í stjórnun og forystu til þess að mæta sívaxandi hraða, flækjustigi og áreiti í lífi og starfi.
Auk þess að leita svara við þessum spurningum fáum við tækifæri til þess að kynnast niðurstöðum vísindarannsókna um Mindfulness og þýðingu þess fyrir árangur í lífi, starfi og stjórnun. Á námstefnunni fá þátttakendur að kynnast Mindfulness að eigin raun og læra hagnýtar aðferðir til að nýta í lífi og starfi.